Sömu aðilar, byggingarstjórn og fagaðilar standa að Desjamýri 11 og 13 búa að áratuga reynslu. Allar einingar í númer 11 eru seldar og hafa verið afhentar nýjum eigendum. Hér eru krækjur á teikningar og skilalýsingu.
Teikningar Skilalýsing
Staðsetningin er tilvalin fyrir ýmiskonar smáiðnað og þjónustufyrirtæki sem þurfa gott aðgengi og bílastæði. Mosfellsbær stefnir á öfluga uppbyggingu atvinnusvæðis í bæjarfélaginu en Mosfellsbær er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúum mun fjölga hlutfallslega mest á næstu árum.
Hröð uppbygging kallar á meiri og fjölbreyttari þjónustu og því höfum við ráðist í þessa framkvæmd. Desjamýri er í góðum tengslum við vegakerfið enda nálægt Vesturlandsvegi og um leið nálægt þjónustu- og verslunarkjarna Mosfellsbæjar. Þaðan er ennfremur stutt í náttúruperlur og gróin útivistarsvæði.